Sjálfstæðisflokksofnæmi

Ég held að það sé til sjúkdómur sem heitir Sjálfstæðisflokksofnæmi.

Ég hef hitt fólk sem er með þennann sjúkdóm.  Hann lýsir sér þannig að fólk verður rautt í framan, svolítið með óráði, missir einbeitinguna og alla heilbrigða skynsemi.

Þessu fólki líður mjög illa þegar Sjálfstæðisflokkurinn er svo mikið sem nefndur á nafn.  Fólkinu langar helst að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem aflaga fer í þeirra lífi, amk öllu sem aflaga fer á Íslandi og jafnvel líka í útlöndum.

Ég held að það væri áhugavert fyrir félagsfræðinga, sálfræðinga og/eða lækna (helst geðlækna) að rannsaka þennann sjúkdóm.  Enn betra væri svo ef þeir finndu einhverja meðferð við honum því það er svo ferlegt fyrir þetta fólk að félagasamtök geti komið því svona úr jafnvægi.    Það er nefnilega svo mikilvægt fyrir fólk að halda í jafnvægið og skynsemina, vera svolítið málefnalegt, geta haldið ró sinni og jafnvel haft svolítinn húmor fyrir hlutunum af og til.Whistling

Stundum þarf maður að sætta sig við að það geta aldrei allir orðið sammála og séð hlutina nákvæmlega sömu augum.  Enda væri lífið þá ekki jafn skemmtilegt og það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Fólk hefur misjafnar aðferðir við að réttlæta fyrir sjálfu sér hvernig það getur kosið flokkinn sem kom Íslandi á hausinn - aftur í næstu kosningum. Sé að þú hefur fundið fína sjálfsréttlætingu þarna.

Aftur á móti ertu ekki ein í þessari Sjálfstæðisflokksdýrkun því um 20% þjóðarinnar virðist haldinn henni þó flokkurinn vinni leynt og ljóst ekki að hagsmunum nema um 1% landsmanna. E.tv. ertu ein af þeim - ef ekki þá flokka ég þig í Sjálfstæðisflokksdýrkunarhópinn eins og þú mig í ofnæmishópinn (sem ég n.b. tilheyri stoltur).

Þór Jóhannesson, 16.1.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Kæri Þór,

ef þú lest bloggið mitt þá getur þú varla komist að þeirri niðurstöðu að ég sé í Sjálfstæðisflokksdýrkun!  Ég er jafn gagnrýnin á Sjálfstæðisflokkinn eins og alla aðra flokka (eiginlega gagnrýnni ef eitthvað er), enda tel ég nauðsynlegt að rýna alla skapaða hluti til gagns.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 16.1.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband