Framboðsyfirlýsing

passi_SigurlaugÉg, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, hef ákveðið að bjóða mig fram í 2.-3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í prófkjöri sem fram mun fara þann 30. janúar næstkomandi.

Ég starfa sem verkefnisstjóri rannsóknar á íbúalýðræði sem verið er að gera við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ásamt því að stunda meistaranám við sömu deild með áherslu á sveitarstjórnarmál.  B.A gráðu í stjórnmálafræði lauk ég árið 2008 en áður hafði ég stundað nám í iðnrekstrarfræði við Tækniháskóla Íslands.

Ég hef gegnt margvíslegum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár, er formaður Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, á sæti í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, er varamaður í Íþrótta- og tómstundaráði Hafnarfjarðar og sit í stjórn starfsmenntasjóðs Starfsmannafélags Hafnarfjarðar.  Einnig á ég sæti í stjórn málefnanefndar Sjálfstæðisflokksins um innanríkismál.

Utan flokksins hef ég tekið þátt í margvíslegu félagsstarfi.  Er í stjórn og framkvæmdastjórn samtakanna Heimili og skóli auk þess sem ég hef setið í nokkur ár bæði í foreldrafélagi og foreldraráði Lækjarskóla. 

Ég er 37 ára gömul, gift Ásgeiri Örvarri Jóhannssyni, húsasmiði og saman eigum við tvær dætur, Katrínu Ósk 15 ára og Jóhönnu Freyju 9 ára. 

Verkefni stjórnmálanna í Hafnarfirði eru og verða ærin næstu misserin við að reisa við fjárhag bæjarins.  Ég mun leggja mig alla fram við að styrkja stoðir  sveitarfélagsins svo byggja megi enn betra samfélag ríkt af tækifærum og félagsauði.  Stjórnmálamenn eru kjörnir til þess að gæta hagsmuna almennings og skapa lýðræðislegt umhverfi þar sem allir fá notið sín. 

Ég óska eftir umboði sjálfstæðisfólks í Hafnarfirði til þess að vinna hag Hafnarfjarðar sem mest gagn næsta kjörtímabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl. Færð minn stuðning.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 16.12.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Sigurlaug í 2. sætið!

Gangi þér sem allra best.

Kv.

Örvar Már Marteinsson, 18.12.2009 kl. 05:28

3 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Sæl frænka! Ég ætla hér með að óska þér góðs gengis í þinni baráttu. Þó svo að þú óskir eftir óförum hjá mínum mönnum, en þar er frænka þín hún ég  náttúrulega innanborðs. Það er ljóst að baráttan er hafin..... Ég óska þér alls hins besta í henni eins og alltaf Sigurlaug mín. Knús Helena Mjöll;)

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 20.12.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur og stuðning!

Kæra frænka, ég óska engum ófarnaðar en við skulum bara orða það þannig að ég tel kominn tími til að hvíla ykkur í Samfylkingunni aðeins frá stjórnun Hafnarfjarðar .  Ég er líka stuðningsmaður þinn eins og þú minn, þegar upp er staðið viljum við báðar það sem er best fyrir Hafnarfjörð, við viljum bara gera það á ólíkan hátt.  Innilegar hátíðarkveðjur

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 22.12.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband