Yes we did

Í mínum huga er sögulegur dagur í veraldarsögunni í dag.  Barack Obama sver embættiseið sinn sem 44. forseti Bandaríkjanna.

 Obama sver embættiseið

Ég ætla að gerast svo djörf að binda vonir við hann.  Sagt er að áhrifin sem einstaklingurinn sem gegnir embættinu geti haft séu í raun ósköp lítil.   Ég man ekki nákvæmlega rökin fyrir því, hvort stjórnsýslan, hefðin eða þjóðarsálin séu svona föst í sínum skorðum eða hvað það er sem gerir þetta að verkum.

Kannski gerist það sjálfkrafa að menn verða lamaðir af ótta yfir allri ábyrgðinni sem þeir bera þegar þeir setjast í forsetastólinn sem verður til þess að embættismennirnir ráða í raun öllu.

Ég hreifst af Obama fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan og vonaðist til þess að honum tækist þetta.  Nú vona ég að hann standi við stóru orðin.  Það er ljóst að það eru gríðarlegar vonir bundnar við hann og það verður erfitt fyrir hann að standa undir þeim.

Þegar ég byrjaði að læra stjórnmálafræði átti ég erfitt með að trúa því að það væri til fólk sem hefði þá sýn á heiminn þar sem hagsmunir ráða öllum ákvörðunum.  Ég var svo vitlaust að halda að manngæska og vilji til þess að búa betri heim réði meiru.

Það er ákveðin hugmyndafræði sem kennd er við ákveðna klíku sem tengist G.W. Bush, enda varaforsetinn o.fl. af hans nánustu samstarfsmönnum  meðlimir í henni, sem tekur ákvarðanir byggðar á köldu hagsmunamati öllum stundum.  Þó það sé ekki fallegt að hlakka yfir óförum annarra þá verð ég að viðurkenna að ég brosti út í annað þegar ég sá þessa mynd.

Dick Cheney wheelchair

Dick Cheney


voði

Nú er svo komið að samfélagið er að sjóða yfir um.  Það er nánast bara tímaspursmál um það hvenær borgarastyrjöld brýst út hér.  Það kæmi mér ekki á óvart að það yrði í síðasta lagi í kring um landsfund Sjálfstæðisflokksins ef það verður ekki búið þá þegar.

Þó að hinir ýmsu forystumenn stjórnvalda, stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka hafi keppst við að lýsa því yfir að þeim þyki þetta leitt og þetta verði rannsakað og öllum steinum verði velt við þá er einhvernvegin voðalega lítil huggun í því sértaklega af því að maður hefur það á tilfinningunni að það sé EKKERT að gerast.

Almenningur á Íslandi, eins og annarsstaðar í hinum vestræna heimi, er upplýstari, meðvitaðri, menntaðri og færari en nokkru sinni fyrr.  Fólk vill ekki lengur láta segja sér eitthvað rugl.  Fólk, getur, vill og ætlar að fá vissu fyrir því að þjóðfélaginu okkar sé stjórnað af heiðarlegu, duglegu, skynsömu og hæfu fólki. 

Gömlu vinnubrögðin verða að fara burt, alla leið burt og engu haldið eftir.  Þetta þarf að gera strax.   Ég skil ekki eftir hverju er verið að bíða!!!


mbl.is Fjölmenni á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokksofnæmi

Ég held að það sé til sjúkdómur sem heitir Sjálfstæðisflokksofnæmi.

Ég hef hitt fólk sem er með þennann sjúkdóm.  Hann lýsir sér þannig að fólk verður rautt í framan, svolítið með óráði, missir einbeitinguna og alla heilbrigða skynsemi.

Þessu fólki líður mjög illa þegar Sjálfstæðisflokkurinn er svo mikið sem nefndur á nafn.  Fólkinu langar helst að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt sem aflaga fer í þeirra lífi, amk öllu sem aflaga fer á Íslandi og jafnvel líka í útlöndum.

Ég held að það væri áhugavert fyrir félagsfræðinga, sálfræðinga og/eða lækna (helst geðlækna) að rannsaka þennann sjúkdóm.  Enn betra væri svo ef þeir finndu einhverja meðferð við honum því það er svo ferlegt fyrir þetta fólk að félagasamtök geti komið því svona úr jafnvægi.    Það er nefnilega svo mikilvægt fyrir fólk að halda í jafnvægið og skynsemina, vera svolítið málefnalegt, geta haldið ró sinni og jafnvel haft svolítinn húmor fyrir hlutunum af og til.Whistling

Stundum þarf maður að sætta sig við að það geta aldrei allir orðið sammála og séð hlutina nákvæmlega sömu augum.  Enda væri lífið þá ekki jafn skemmtilegt og það er.


Of geyst farið

Það liggur fyrir að fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar er verulega slæm. 

Fjármál íþróttafélagsins Hauka eru í uppnámi og gæti það mál farið illa fyrir félagið. 

Kaplakriki er sundurgrafinn og ljóst að framkvæmdir þær sem hálfnaðar eru þar, munu stöðvast.  Verst er þó ef bílastæði og aðgengi að krikanum kemst ekki í lag því börnin okkar eru að þvælast langar leiðir í kring um húsið til að komast inn í það og svo virðist sem hætta geti skapast af þessu ástandi.

Manni finnst hæpið ef á að halda úti sundlaugarþjónustu í 3 sundlaugum í Hafnarfirði á þessum tímum en sundlaugarmannvirkið nýja á völlunum er gríðar stór biti fyrir sveitarfélagið.

Lögbundnar niðurgreiðslur sveitarfélagsins vegna skólaferðalaga virðast farnar fyrir lítið auk þess sem ýmislegt fleira er í uppnámi.

Staða sveitarfélaganna sem hafa vaxið hvað mest í góðærinu og voru á fullu gasi áfram þegar efnahagshrunið varð, munu að öllum líkindum verða mjög slæm. 

Lánið sem Hafnarfjörður er að taka núna er á skelfilegum kjörum, verðtryggt, veðtryggt og með háum vöxtum.  Svona lánveitingar til sveitarfélaga hafa varla tíðkast áður.


mbl.is Hafnarfjörður tekur 400 milljón króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópuumræða Sjálfstæðisflokksins

Birt í Fjarðarpóstinum 15. janúar 2009 

Með Evrópuumræðu Sjálfstæðisflokksins, stendur yfir einhver umfangsmesta og lýðræðislegasta umræða sem farið hefur fram í jafn stórum félagasamtökum á Íslandi.  Óskað er eftir þátttöku og samráði sem flestra og hafa undirtektirnar verið gríðarlega góðar.  Grasrótin í Sjálfstæðisflokknum hefur sýnt það og sannað að hún er öflugri en nokkru sinni fyrr.

 

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins, sem hóf formlega starf sitt þ. 12.desember sl., hefur haldið undirbúningsfundi í 7 undirnefndum um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu.  Nefndin heldur úti mjög öflugri heimasíðu á www.evropunefnd.is  þar sem allir geta fræðst og spurst fyrir.  Nú er hafin fundarherferð Evrópunefndarinnar en haldnir verða 28 opnir fundir víðsvegar um landið. Kristján Þór Júlíusson formaður nefndarinnar kom hingað í Hafnarfjörð sl. sunnudag og kynnti starf nefndarinnar, svaraði fyrirspurnum og skrifaði hjá sér ábendingar fundargesta. 

 

Nefndin mun skila af sér skýrslu til landsfundar sem fram fer dagana 29. jan. – 1. feb. nk., en fundurinn mun á grundvelli þeirrar skýrslu meta hvort framtíð Íslands sé betur borgið innan Evrópusambandsins en utan þess.

 

Næstu tvö fimmtudagskvöld verða fundir á vegum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og verða þeir öllum opnir.  Í kvöld, fimmtudaginn 15.janúar, verður stutt og almenn söguleg yfirferð yfir þróun Evrópusambandsins auk þess sem Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun fjalla um stöðu sveitarfélaganna og áhrif inngöngu Íslands í ESB á sveitarfélögin.  Fimmtudaginn 22. janúar munu fulltrúar útgerðarmanna og landbúnaðarins kynna og fara yfir sjónarmið þessara tveggja grunnatvinnuvega á Íslandi.  


Evrópufundir Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Smellið á til að stækka 

esbauglpdf


Það er víst lýðræði á Íslandi

Undanfarnar vikur hafa raddir verið háværar um að það sé ekki lýðræði á Íslandi, kosningakerfið og stjórnkerfið sem við búum við sé ónýtt og valdafyrirkomulagið meingallað. Þetta sá ég m.a. í Silfri Egils í gær sem b.t.w. var lélegasti Silfurþáttur sem ég hef séð!   Sumir vilja ganga svo langt að segjast ætla að stofna nýtt lýðveldi á Íslandi, hvað sem það nú þýðir.  Kannski valdarán??  Kannski ætla þeir að taka yfir Landhelgisgæsluna og hernema Ísland?  Ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg.

 Nú er það svo að hið mikla efnahagshrun hefur sett spurningamerki við ýmis grunngildi íslensks samfélags.  Bæði mannleg gildi sem og stjórnarfarsleg.  Það sem almenningur allur þarf að passa sig á er að detta ekki ofan í þann fúla pytt að henda öllu því góða sem við eigum út með því slæma.  Múgæsingurinn má ekki verða svo mikill að það missi allir vitið á einu bretti hér á landi.

Fólk er reitt og frústrerað og í því ástandi ætlar það að halda því fram að það sé ekkert lýðræði á Íslandi.  Ég get staðfest að það er svo sannarlega lýðræði á Íslandi.  Ég get fært fyrir því all mörg rök en ætla að láta nægja að benda á að ég tek bæði þátt í foreldrastarfi og pólitísku starfi og get staðfest að ég (ásamt fleirum) hef hellt upp á fullt af kaffikönnum og haldið fullt af ýmsum fundum um ýmis málefni en aðsóknin hefur látið á sér standa. 

Ég hef marg spurt fólk í kring um mig hvort það vill ekki mæta á þennann eða hinn fundinn og taka þátt í foreldrastarfi eða flokksstarfi með mér.  Svörin eru yfirleitt á þá leið að tíminn sé ekki nægur. 

Staðreyndin er sú að það er heilmikið lýðræði á Íslandi en það er fólkið sem hefur brugðist því hlutverki að sýna samfélagslega ábyrgð, mæta og taka þátt.  Það hefur verið upptekið við annað.


Á hann að stjórna aðildarviðræðunum?

Í mínum huga snýst pólitísk framtíð Sjálfstæðisflokksins um að taka þjóðina í gegn um aðildarviðræður við ESB af krafti og einurð.

Aðeins þannig getur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt þjóðinni að hann sé ábyrgur stjórnmálaflokkur sem er tilbúinn að leggja flokksdeilur til hliðar og að hann sé reiðubúinn að læra af mistökum og marka skýra framtíðarsýn.

Í mínum huga snýst ESB málið um uppgjör kynslóða.  Eldri kynslóðin sem man þá tíma sem Ísland var harðbýlt land í sjálfstæðisbaráttu.  Kynslóðinni sem er alin upp af fólkinu sem háði sjálfstæðisbaráttuna og kynslóðinni sem man Þorskastríðið.

Kynslóðin sem nú vill taka við er kynslóðin sem hefur horft upp á það að Ísland sem hún ólst upp við var að mörgu leyti plat.  Við, yngri kynslóðin, sem héldum að eldri kynslóðin vissi eitthvað sem við vissum ekki og erum nú búin að komast að því að svo var ekki. 

Gamla framhaldsskólahagfræðin um verðmætasköpun, viðskiptajöfnuð, þjóðarframleiðslu og debet og kredit, var ekki svo galin eftir allt saman.  Þetta eru engin geimvísindi sem þið (eldri kynslóðin) kunnuð og ekki við (yngri kynslóðin)!  Ef viðskiptahalli er viðvarandi og þjóðarframleiðslan  ekki í takt við skuldsetninguna þá er góðærið tekið að láni, líka þótt ríkissjóður sé skuldlaus!!  Góðærið var gervigóðæri.

Þjóðir þurfa framtíðarsýn alveg eins og einstaklingar.  Vissulega eru mörg brýn verkefni sem liggja fyrir okkur og í raun alveg á mörkunum að við getum verið að eyða svona miklu púðri í í ESB pælingar.  Ég vil leyfa mér að trúa því að það sé búið að skipta liði og það séu margir í því að bjarga því sem hægt er og eru að gera það vel en á sama tíma eru aðrir að taka umræðuna um framtíðina með ESB umræðunni.

Það er alveg klárt mál að ESB leysir ekki þann brýna vanda sem að okkur steðjar í augnablikinu en trúin á íslenskt viðskiptalíf í Evrópu (því þar er mestur partur okkar viðskiptasambanda) er grunnurinn að því að við komumst út úr núverandi efnahagsástandi.

Ég er ekki tilbúin að segja að ég ætli inn í ESB "no matter what"  en það er mér algerlega óskiljanlegt að það séu svo margir sem raun ber vitni sem hreinlega meiga ekki heyra á aðildarviðræður minnst. 

Aðildarviðræður við ESB eru nauðsynlegar til þess að komast á næsta stig, jafnvel þó við höfnum aðildarsamningnum sem okkur mun bjóðast í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ef aðildarviðræðurnar fara ekki fram munum við þrasa úr okkur eyrun, augun og allt vit, næstu áratugina.

Það er eitthvað lýðræðislegt við það að Noregur hefur boðið sínum þegnum upp á það að skoða hvað sambandið hefur upp á að bjóða og að þjóðin hafi fengið að segja NEI TAKK!  Ekki bara einu sinni heldur 2x með 22 ára millibili. 

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að þora, geta og vilja vinna vinnuna sína og það þýðir að fara í aðildarviðræður af krafti og einurð. Það er gefið í skyn í Fréttablaðinu í dag eða gær að Björn Bjarnason verði fenginn í að leiða aðildarviðræður við ESB.  Í mínum huga hefur hann engann trúverðugleika í þá vinnu.  Hann hefur ekki áhuga á inngöngu í ESB og sá sem leiðir viðræðurnar þarf að hafa einhvern samningsvilja.  Þetta er svipað og hjónabandsráðgjöf, ef annar aðilinn er búinn að ákveða að skilja þá þýðir slík ráðgjöf lítið...

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Brygðist sögulegu hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var Gunnar Svavarsson formaður fjárlaganefndar?

Fyrirhuguð lokun St. Jósefsspítala kemur Samfylkingarfólki í Hafnarfirði líka í opna skjöldu. Skyldi bæjarfulltrúinn þeirra og þingmaðurinn Gunnar Svavarsson, sem auk þess er formaður fjárlaganefndar, ekkert hafa vitað um málið á fyrri stigum, þegar fjárlagagerðin og hagræðingarvinnan stóð yfir fyrir jólin? 
mbl.is Samfylkingin í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sveitabarnið í borginni

Dóttir mín sem fermdist í vor fékk því framgengt í haust að fá að sækja danstíma í Reykjavík 2x í viku í vetur ásamt vinkonu sinni.  Samningaviðræðurnar fóru þannig fram að þetta væri besta dansstúdíóið og besti danskennarinn og hún ætlaði að taka strætó og ég þyrfti ekkert að hafa áhyggjur af þessuUndecided.

Ég lét til leiðast, minnug þess að ég gerði slíkt hið sama þegar ég var 14-15 ára og hefur þetta gengið ágætlega.

Strætóferðirnar hafa verið henni mjög lærdómsríkar en mig hefði ekki grunað að dóttir mín, sem annars er duglegur námsmaður, væri jafn "vitlaus" á Reykjavík og raun ber vitni.  Þegar ég velti þessu fyrir mér, er svosem ekkert skrýtið að hún þekki hvorki haus né sporð af miðbæ Reykjavíkur því hún fer þangað aldrei.

Síðasta vetur þurfti ég að sækja bílinn minn í Reykjavík og í stað þess að fá far ákvað ég að gera ferðalag úr þessu, tók dætur mínar með og við fórum í strætó.  Það var skemmtilegasta ferð.  Ég var ekki með nefið ofan í umferðinni á leiðinni og gat bent stelpunum á hitt og þetta sem fyrir augum varð.  Ég benti þeim á Listasafn Íslands, Háskóla Íslands, Þjóðmenningarhúsið, MR, Héraðsdóm, Iðnó, Ráðhúsið, Stjórnarráðið, Lækjartorg, Hlemm, Seðlabankann og ýmislegt annað gáfulegt.  Eftir þessa ferð hélt ég að unglingurinn minn þekkti svona þetta helsta.

Fyrir hálfum mánuði var skvísan á leiðinni ein á dansæfingu því vinkonan var vant við látin.  Þegar æfingin átti að vera byrjuð hringir hún í mig grátandi, örvæntingarfull skipar hún  mér að koma að sækja sig STRAX því hún sé á HLEMMI og þar séu bara útlendingar, skrítið fólk og dópistar og ég VERÐI að koma STRAX.  Þegar mér hafði tekist að róa hana niður komst ég að því að það hefði verið svo mikil móða í strætó og búið að líma auglýsingar fyrir alla gluggana að hún hafi bara ekkert séð út og farið framhjá stoppistöðinni sem hún átti að fara út á og "lent" á hlemmi....  Strætisvagnabílstjórinn var útlendingur og skildi hana ekki og gat ekki leiðbeint henni.  Afgreiðslukonan á hlemmi var líka útlendingur og þær skildu ekki hvor aðra.  Þetta drama endaði með því að ég leiðbeindi henni um það hvernig maður kemst leiðar sinnar með því að fara á straeto.is á netinu.

Nokkrum dögum síðar var sama dóttir mín í strætó á leiðinni til mín niður í Háskóla.  Ég var búin að biðja hana að láta mig vita þegar hún nálgaðist leiðarenda og hringdi hún í mig við Miklatún og sagðist ætla út á næstu stoppistöð.  Nú... sagði ég en þú átt eftir að fara framhjá Landspítalanum og Tjörninni...   Ha sagði barnið??  Hvaða Tjörn???

Ég er búin að komast að þeirri niðurstöðu að dóttir mín er jafn læs á Reykjavík og barn frá Neskaupstað sem aldrei kemur í bæinn.Crying


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband