öfundsýkin brýst út

Svona er Dananum rétt lýst.  Öfundsýki og afskiptasemi.   Þeir eiga meira að segja til orð/hugtak yfir þetta sem er janteloven

Það er kannski heilmikið til í því sem maðurinn segir, líklega myndum við hugsa eins ef Færeyingar hefðu lagt undir sig þjóðargersemar Íslands.... sem eru......hmmmm..... Hagkaup og Morgunblaðið.....  Flugleiðir..... ow well...    Segjum sem svo að þeir hefðu keypt það og gert sig breiða hér í 2-3 ár, farið svo á hausinn með allt saman og að lokum kæmu Færeyingarnir hingað í stórum stíl og tækju frá okkur vinnuna eða settust hér að á atvinnuleysisbótum....

Við yrðum ekkert hoppandi glöð með þetta held ég EN svona málflutningur er ekki Dönum til framdráttar. 

Ég var annars að koma frá Köben, falleg borg, alltaf gaman að koma þangað.  Það var skrítið að upplifa samúðina hjá afgreiðslufólkinu sem ég upplýsti um þjóðerni mitt....  (út af Tax Free!) 

Það var langt innslag í fréttatíma DR 1 á laugardagskvöldið um mótmælin á Íslandi og gert mikið úr því hvað þjóðin væri ósátt við stjórnvöld sem sætu sem fastast og aðhefðust ekkert.  Þetta finnst þeim merkilegt og það er það líka.

 


mbl.is Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir

þú ert ennþá fyndnari

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband