Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.12.2007 | 18:35
Næturvaktin
Ég bara má til með að skjóta þessu að. Ég fann þetta á síðu míns ágæta kennara svo honum hlýtur að vera sama. Þetta er sprenghlægilegt.
7.12.2007 | 23:01
fyrirspurn
Hver er munurinn á flettingum og innliti? veit það einhver?
Gæði færslna minna þ.e.a.s. þessarar færslu og þeirrar síðustu eru til komin m.a. vegna prófaanna..... afsakið hlé á meðan
7.12.2007 | 14:06
Ég trúi þessu ekki
Þetta bara getur ekki verið satt. Maðurinn hlýtur að hafa átt þessar pöddur í skordýrasafninu sínu einhversstaðar ofan í kjallara.....
Annars verð ég að hætta að drekka lang bestauppáhaldsbesta bjórinn minn. Þetta eru voðalegar fréttir
Fann skordýr í jólabjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2007 | 16:45
Aðventu - átak
Þórdís Tinna er mjög sérstök manneskja. Ég kynntist henni fyrir 20 árum síðan þegar við unnum saman á Hótel Borg, hún í miðasölunni og ég í fatahenginu (15 ára gömul).
Leiðir okkar lágu aftur saman þegar við fórum að starfa saman í foreldrafélagi Lækjarskóla. Hún er ein af þessum manneskjum sem maður man eftir af því að það er svo þægilegt að vera í kring um hana. Alltaf jákvæð og með dillandi smitandi hlátur.
Hún hefur verið að berjast við lungnakrabbamein á lokastigi í 1 ár núna. Hún tekst á við veikindin af þvílíku æðruleysi, baráttuhug og jákvæðni að það er ekki annað hægt en að dáðst að henni. Hún býr ásamt dóttur sinni hér rétt hjá okkur og höfum við hjónin verið svo heppin að fá að hjálpa aðeins til við framkvæmdir sem hún stendur í á heimilinu sínu til að gera það sem huggulegast fyrir þær mæðgur. Kolbrún Ragnheiður, dóttir Þórdísar, er ein af þessum fallegu, kláru og duglegu stelpum sem á eftir að ná langt í lífinu. Þær eru alveg ótrúlega sætar mæðgur að berjast við erfið veikindi og myndi ég vilja gera svo miklu meira fyrir þær en ég hef tök á.
Vinir Þórdísar hafa undanfarið ár verið með söfnunarátak fyrir hana til að létta þeim baráttuna. Mig langar að taka þátt í því að koma þessum upplýsingum áleiðis frá vinum hennar og hvetja lesendur þessarar síðu til að leggja þeim lið í anda jólanna. Munið að allt stórt sem smátt hjálpar.
Bankareikningurinn er 0140-05-015735 kt. 1012684039
svo skora ég á aðra bloggara að birta upplýsingarnar á sinni síðu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2007 | 15:36
Feminismi
Ég vil frekar skilgreina mig sem alþjóðlegan feminista en alls ekki íslenskan feminista. Það hefur marg sýnt sig að með því að fræða konur og hjálpa konum er hægt að bæta ástandið í þriðja heiminum verulega. Víða erlendis er ástand kvenna hörmulega sorglegt og hef ég þá hugsjón í lífinu að leggja mitt lóð á vogarskálarnar þegar rétti tíminn til þess finnst.
Á Íslandi, sem nýlega varð í efsta sæti á lífsgæðalista Sameinuðu Þjóðanna og trónir á toppnum hvað varðar marga hluti og þar á meðal varðandi jafnrétti kynjanna, er ástandið gott. Ég tel ekki nokkra einustu ástæðu til að berjast fyrir jafnrétti á Íslandi. Sú barátta er í höfn að mínu mati og stendur að mestu leyti upp á okkur konur sjálfar að nýta okkur þau tækifæri sem bjóðast. Ég geri mér grein fyrir að það voru margar skörulegar konur sem ruddu brautina okkur hinum til handa og er ég þeim þakklát fyrir það.
Feministar á Íslandi, amk þeir sem hafa hæst í umræðunni, hafa gjaldfellt málstað sinn svo herfilega að fáir nenna að hlusta á þær lengur. Að sóa tíma Alþingis í umræðu um sögulega skýringu á því af hverju drengir klæðast bláu og stúlkur bleiku á fæðingardeildinni er móðgun við íslensku þjóðina. Þetta er móðgun við öryrkja og eldri borgara og alla þá sem finnst brýnt að um sín mál sé fjallað. Svo ekki sé talað um umræðuna um að breyta þurfi starfsheiti ráðherra, það er hlægilegt. Svo get ég ekki annað en vorkennt aumingja Agli Helgasyni að þurfa að sitja undir þessari vitleysu. Ég veit að Egill velur fyrst umræðuefni í þáttinn sinn og leitar svo að besta fólkinu til að ræða viðkomandi mál. Konur eru bara einfaldlega ekki nógu framfærnar og nógu víða í samfélaginu til þess að Egill hafi tækifæri til að velja þær til jafns við karla.
Það er mín skoðun að jafnrétti kynjanna á Íslandi sé að mestu leyti náð, það sem upp á vantar er undir okkur konum sjálfum komið að sækja. Ég held því fram að töluverður munur sé á kynjunum á ýmsum sviðum og hef ég reynt að fylgjast með samnemendum mínum í stjórnmálafræðinni með þetta í huga. Stákarnir eru miklu óhræddari við að fara út í umræðuna þó þeir viti jafnvel minna um hlutina en stelpurnar. Þeir taka slaginn, axla ábyrgina og reyna. Þeir fara ekki í fýlu og skella hurðum ef hlutirnir ganga ekki, þeir taka þessu ekki eins alvarlega og stelpurnar.
Ég get alveg skilið af hverju karlar verða stundum hundleiðir á konum og af hverju þeir nenna ekki að hafa þær í frontinum í fyrirtækjum sínum, það er einfaldlega of flókið.
29.11.2007 | 09:58
Hver á að borga? grein birt í Fjarðarpóstinum í dag.
Svona til að hafa eitthvað líf á þessari síðu minni ákvað ég að setja hér inn grein sem birtist eftir mig í Fjarðarpóstinum í dag. Hún hefur titilinn Hver á að borga? og undirtitilinn: Eru skólastjórnendur í grunnskólum Hafnarfjarðar að brjóta lög?
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík lögðu fram svohljóðandi tillögu í Menntaráði þann 1.október sl.:Samkvæmt 33. gr. Grunnskólalaga nr. 6/1995 með áorðnum breytingum er óheimilt að taka gjald af nemendum vegna ferðalaga sem flokkast undir vettvangsnám eða eru að öðru leyti hluti af skyldunámi nemenda. Menntaráð felur fræðslustjóra að ítreka við skólastjórnendur í Reykjavík þetta ákvæði laganna. Fræðslustjóra er jafnframt falið að gera ráð fyrir auknum kostnaði skólanna vegna þessa í fjárhagsáætlun næsta árs.
Svona tók fyrrverandi meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna á þessum málum í Reykjavík. Hvað sem mönnum kann að finnast um umrædd lög þá eru lög til þess að fara eftir þeim. Engin breyting hefur verið á því gjaldi sem foreldrar hafa verið rukkaðir um vegna ferðalaga barna sinna í Hafnarfirði svo það má ljóst vera að ekki er farið að þessum lögum hér í bæ. Foreldrafélög í mörgum skólum ræddu þessi mál í haust, skólastjórnendur í Hafnarfirði ræddu þessi mál og fundað var með fræðsluyfirvöldum Hafnarfjarðar. Niðurstaðan er augljóslega engin. Af fundargerðum Fræðsluráðs Hafnarfjarðar að dæma hefur verið fjallað um málið en meira hefur ekki verið gert. Hvernig er það með meirihlutann í Hafnarfirði, hefur hann enga afstöðu í þessu máli?
Ekki þykir mér skólastjórnendur í Hafnarfirði í eftirsóknarverðri stöðu þessa dagana. Samkvæmt mínum skilningi eru lög brotin á foreldrum og börnum Hafnarfjarðar á meðan ástandið er svona. Mig langar að fá svör við því hvort Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ekki hugsað sér að aðhafast neitt í málinu. Best væri að fá svör frá þeim beint en ég bíð að minnsta kosti spennt eftir fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2008.
13.11.2007 | 15:46
Breytingar á breytingar ofan
Nú veit ég ekki hver það er sem fer með fleipur, mbl.is eða hvort það er hinn nýji meirihluti sem er að hagræða sannleikanum. Þegar ég vann í Ráðhúsi Reykjavíkur var það Helga Jónsdóttir sem var borgarritari R-listans og æðsti maður stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta var árin 1998 - 2002. Hvort R - listinn lagði stöðuna niður í einhverjum skipulagsbreytingunum í lok valdatímabils síns eða eins og ég sagði áðan að mbl.is er að misskilja þetta, veit ég ekki. Vilhjálmur og Sjálfstæðisflokkurinn bjuggu ekki þessa stöðu til í fyrra, svo mikið er víst. Mér þykir líklegra að staða borgarritara hafi orðið til fyrir heldur lengra síðan.
Ég hef nú lítillega haldið sambandi við mitt fyrrum samstarfsfólk í Ráðhúsinu, þó minna undanfarin misseri enda ansi margir hættir og búnir að fá nóg af stanslausum breytingum hjá Reykjavíkurborg.
Ég giska á að R-listinn hafi sett heimsmet í stjórnsýslubreytingum á valdatíma sínum í Ráðhúsinu og vandséð hvernig hægt hefði verið að flækja málin meira en gert var á þeim tíma. Það kæmi mér því ekki á óvart að hægt væri að telja það starfsfólk sem enn er í Ráðhúsinu frá því ég hætti, fyrir 5 árum síðan, á fingrum sér.
Embætti borgarritara lagt niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2007 | 13:50
Valdaskessa
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 14:49
Gleðifréttir
Þetta er til marks um ákveðin straumhvörf í íslenskum iðnaði. Það var kominn tími til að horfa í fleiri áttir en til álvera, á Íslandi. Það gleður mig að innan Landsvirkjunar sé fólk sem þorir að taka af skarið og horfa fram á veginn.
Ég efast ekkert um að risarnir í áliðnaðinum séu tilbúnir að bera í víurnar fyrir þá sem hafa með þessar ákvarðanir að gera, kannski gera risarnir í netheimum það líka, en vonandi er þessi ákvörðun tekin á skynsemisgrundvelli og til hagsældar fyrir okkur Íslendinga.
Það er samt ákveðin ástæða til að hafa áhyggjur af eignarhaldi í orkuiðnaði Íslendinga. Það var í mínum huga til marks um hugrekki unga fólksins í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að horfið var af þeirri braut sem sameining GGE og REI var. Það má svosem deila um tímasetningu athugasemda þeirra og aðferðirnar sem notaðar voru til þess en það er fagnaðarefni í mínum huga að ekki varð úr þeirri sameiningu á þeim forsendum sem þar lágu á borðinu.
Eins mikið og ég trúi á einkaframtakið og frjálsa samninga á frjálsum markaði þá hef ég ekki trú á þeirri aðferð á ákveðnum sviðum. Mér finnst hafa komið í ljós æ ofan í æ á undanförnum árum að það eru ákveðnir hlutir sem ríkið VERÐUR að sjá um. Þar á meðal eru grunnnet símans og grunnnet orkuflutninga.
Ég hef ekki á móti því að það sé virkjað skynsamlega og var ég til að mynda ekki á móti Kárahnjúkavirkjun og myndi ekki vera á móti virkjun í Ölfusi. Ég var hins vegar á móti stækkun álversins í Straumsvík og myndi vera á móti allri frekari uppbyggingu álvera á Íslandi. Mér finnst nóg komið.
Landsvirkjun vill selja raforku til netþjónabúa en ekki nýrra álvera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2007 | 09:08
Orðanotkun
Ég er að reyna að átta mig á orðinu negri vegna umræðunnar undanfarið um hina gömlu og góðu barnabók Tíu litlir negrastrákar.
Sum orð eru niðrandi vegna notkunnar þeirra og sum orð eru lýsing á einhverju sem er ósamþykkt eða óeðlilegt.
Í mínum huga er orðið negri lýsing á svartri manneskju alveg eins og orðið ljóska er lýsing á ljóshærðri manneskju, kannski ýja þessi orð bæði að því að viðkomandi sé í leiðinni vitlaus en ég hef amk aldrei tekið ljóskubrandara neitt sérstaklega nærri mér. Ekki datt mér í hug meðan ljóshærðu dætur mínar voru í leikskóla að biðja leikskólakennarann vinsamlega um að segja þeim ekki ljóskubrandara eða Hafnarfjarðarbrandara þaðan af síður. Mig minnir að sérstaklega hafi verið skemmt sér yfir Hafnarfjarðarbröndurum á einhverju tímabili Jóhönnu í leikskólanum.
Aldrei hafa dætur mínar tekið til sín slíka brandara sem ýja að því að ljóskur og hafnfirðingar séu vitlausir, þær hafa aldrei svo mikið sem velt því fyrir sér í eitt augnablik því það er slík fjarstæða.
Orðið hommi er því miður ennþá lýsing á einhverju sem ekki hefur verið samþykkt allsstaðar en ég held samt að notkun orðsins sé alveg við það að vera hætt að vera niðrandi um einstaklinga sem hafa þá kynhneigð. Orðið hóra er orð sem notað er um eitthvað sem er beinlínins ólöglegt víða og því er það orð og mun verða niðrandi þegar það er notað um konur. Svart fólk sum staðar notar orðið negri við aðra negra og er það í besta lagi, en ef hvítt fólk notar orðið er það skyndilega orðið niðrandi.
Þetta hlýtur að vera spurning um hugarfar þeirra sem segja orðið og þeirra sem á það hlusta. Það krefst þroska okkar allra að breyta merkingu slíkra saklausra orða.
Hér er svo einn ljóskubrandari fyrir þá sem hafa ekki þegar heyrt hann:
Ljóskan hringir í kærastann og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að
pússla rosalega erfitt pússluspil, ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja ?"
Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?
Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.
Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með pússlið.
Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hef
ur dreift úr öllum bitunum í pússlinu.
Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir :
"Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."
Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við..." segir hann andvarpandi.......
"..setja allt kornflexið í kassann aftur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)