Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.11.2007 | 22:38
Til varnar marxisma
Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál. Ég er sjálfstæðiskona og stolt af því fyrir þá sem ekki vita og/eða vilja vita. Ég er í stjórn bæði fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og í stjórn Fram sem er sjálfstæðisfélagið hér í Hafnarfirði.
Ég er líka stjórnmálafræðinemi og eins og fram hefur komið tala ég stundum sem vinstri manneskja ef það hentar mér, rökræðunnar vegna. Ég var til dæmis spurð að því um daginn, af manneskju sem hefur nokkrum sinnum hitt mig og spjallað við mig, hvort ég væri rauðsokka og femínisti?? Þá skellihló ég. Mér finnst það bara smart ef fólk getur ekki reiknað mig út á einu augnabliki. Það er ekki ætlun mín að yfirgnæfa skoðanir annarra og troða mínum upp á fólk.
Ég er á kafi í prófum þessa dagana og verkefnum og finnst það ótrúlega skemmtilegt. Nú er ég að lesa um Karl Marx sem ég hef reyndar lesið um oft áður. Þó ég sé nú ekki oft sammála Kalla gamla þá finnst mér samt gaman að lesa um hann og hans kenningar. Karl Marx sagði m.a. að séreign og samkeppni á markaði afsiðar menn og fær þá til að líta á hvern annan sem hluti, það heftar þroska þeirra. Menn eru ekki frjálsir á markaðinum, heldur firrtir; þeir eru þar á valdi annarlegra afla, markaðslögmálanna, framleiddu fyrir aðra, ekki sjálfa sig; þeir týndu sjálfum sér, alveg eins og þeir flýðu sjálfa sig í trúarbrögðum. En það er er huggun harmi gegn, að fjármagnskerfið, kapítalisminn, bæri í sér frækorn eigin tortímingar.
Það má alveg segja að siðferði vesturlandabúa sé mjög ábótavant, hjónaskilnaðir tíðir og að almennri kurteisi fari þverrandi. Offita og aðrir lífsstílssjúkdómar, ss. krabbamein og hjartasjúkdómar, tröllríða hinum vestrænu samfélögum svo ekki sé talað um hlýnun jarðar. Foreldrar á kafi í lífsgæðakapphlaupi þar sem hver íbúðin og einbýlishúsið líkist hverju öðru og jeppar í annarri hverri heimreið. Foreldrar með samviskubit sem kaupa sér gleði og hamingju barna sinna með merkjavöru, skyndibitamat og rafrænni skemmtun. Sumir foreldrar eru með kvíða og eru stressaðir í öllu álaginu í neyslukapphlaupinu og börnin eru ofvirk og þunglynd eða þaðan af verra.
Mér finnst Kalli gamli ekki lagt frá því að hitta á afleiðingar kapítalismans þarna í dennnn..... Það má amk alveg pæla í orðum hans enn þann dag í dag.
25.10.2007 | 10:57
Hégóma kvenna engin takmörk sett
Þetta finnst mér hlægilegt en um leið dapurt. Hvað í veröldinni fær konur til að kaupa krem fyrir45.500?? Er þetta ekki einmitt til vitnis um brenglað verðmætamat margra Íslendinga?
Nokkrum sinnum hef ég dottið í það að horfa á þáttinn How to look good naked og finnst hann sniðugur. Þær konur sem eru í þeim þáttum eru með "nokkur" aukakíló og eru niðurbrotnar yfir því hversu ómögulegar þær eru. Þær hafa vanið sig á það að klæða sig í flíkur sem líkjast frekar pollagöllum en kvenfatnaði. Þær eru líka flestar orðnar ófærar að hátta sig fyrir framan eiginmenn sína hvað þá nokkurn annann. Allavega, þá var gerð tilraun í þessum þætti með selló krem og voru 100 konur beðnar um að taka þátt. 4 hópar með 25 konum hver, fengu úthlutað kremi sem þær vissu ekki hvað var, í hvítum krukkum. Verðmunurinn var mjög mikill og var næst dýrasta kremið úrskurðað verst, dýrasta kremið næstverst, ódýrasta kremið var næstbest og næst ódýrasta kremið var best.
Mér finnst ég oft hafa séð svona niðurstöður. En ég vona að konurnar sem keyptu krukkuna á 45.500 krónur séu mjög hamingjusamar og sætar.... Margur verður af aurum api.
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2007 | 12:21
Er vont að neyslan aukist?
Er endilega svo vont að neysla aukist? Það er til dæmis ekkert athugavert við það þó ég myndi kaupa mér 1 rauðvínsflösku meira á viku en ég geri. Ég má vel við því
Mér þykir forsjárhyggja með öllu óþolandi. Fólki á að vera treyst til að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það vill brenna við að fólki finnst að ríkið eigi að bera ábyrgðina, vera einskonar stóri bróðir eða mamma okkar. Því er ég algerlega ósammála. Á hinn ábyrgi meirihluti að búa við skert valfrelsi vegna þeirra fáu sem ekki geta með áfengi farið? Á alltaf að miða við minnsta samnefnara?
Af hverju á Ísland að vera með þeim fáu löndum á byggðu bóli sem getur ekki selt bjór í búð?
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 19:43
áfram með smjörið
mér finnst gaman að blogga og mér finnst gaman að fá viðbrögð, til þess er maður jú að því amk í mínum huga. Mér finnst gaman að skiptast á skoðunum við fólk. Vinkona mín sagði við mig um daginn þegar við vorum að ræða eldri dóttur mína að það gæti nú varla komið mér á óvart að dætur mínar rökræddu við mig! Þær ættu nú ekki langt að sækja það.
Mér finnst skemmtilegast að ræða við fólk sem er á öndverðum meiði við mig og hefur einn skólafélagi minn og samflokksmaður sagt mér að ég sé vinstri manneskja þegar ég tala við hægri fólk og hægri manneskja þegar ég tala við vinstri fólk.
Mér finnst líka æðislega gaman að ögra fólki og það er auðvelt að ná mér á flug. Ég veit fátt skemmtilegra en háværar pólitískar rökræður helst yfir rauðvínsglasi og fram á nótt. Þeir sem þekkja mig vel vita vel að það er stutt í lognið hjá mér líka og þegar á botninn er hvolft eru þetta jú bara skoðanaskipti. Öllum er frjálst að hafa hverja þá skoðun sem viðkomandi sýnist, það er bara heilbrigt og eðlilegt. Stundum rek ég mig á það að fólki er mikið niðri fyrir og tekur umræðuna mjög nærri sér og alvarlega á meðan öðrum finnst umræðan bara alls ekki skemmtileg. Þá þarf maður að þekkja sín takmörk og hætta.
Ég veit ekki hversu dugleg ég verð að blogga amk fram að áramótum vegna anna. Sjáum hvað setur....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 15:38
viðbrögð við viðbrögðum
Ég var ekki alveg bún að ákveða að byrja að blogga en ákvað að prófa að senda frá mér síðustu færslu svona í tilraunaskyni. Ég hafði ekki látið neinn vita um tilvist síðunnar og er því mjög skrítið að fá öll þessi viðbrögð og að sjá færsluna birta í Morgunblaðinu. Þetta er skrítið en mjög gaman. Fyrir áhugafólk um stjórnmál og almenna samfélagsumræðu sem fer út í það að blogga hlýtur markmiðið að vera að skapa umræðuvettvang fyrir skoðanir sínar.
Svona til að halda aðeins áfram með umræðuna síðan í gær langar mig að bæta þessu við:
Ég hef borið gæfu til þess að vera mikið heima með börnin mín og hef forgangsraðað þannig í mínu lífi. Hinn veruleikinn sem ég lýsti í gær er þó mun algengari. Fyrsta athugasemdin við blogginu síðan í gær er aðferð til að kæfa umræðuna í samviskubiti foreldra. Umræðan á að mínu mati fullkomlega rétt á sér og ættum við ekki að láta slíkar upphrópanir kæfa hana. Grunnskólinn er vinnustaður barnanna minna. Þegar þau voru frá 2-5 ára stóð okkur til boða leikskólapláss allann daginn. Meiga foreldrar bara vinna á meðan börnin eru 2-5 ára en ekki meðan þau eru 6-16 ára?
Önnur athugasemd sem ég fékk var á þessa leið "ég held að lausnin felist bara ekki í lengra skólastarfi. Flest börn eru orðin dauðþreytt á því á vorin og frelsinu fegin og ansi hætt við að þau fá algjört ógeð sem skilar sér bara með verri námsárangri að mínu mati."
Ég fæ ekki séð af hverju íslensk börn eru þreyttari og þyrsta meira í að komast í frí á vorin en t.d. börn í Danmörku þar sem er 6 vikna sumarfrí?? Ekki er þar með sagt að það þurfi að vera kennsla með hefðbundnum hætti alla dagana en einhverskonar fræðsla og þroskandi starf sem getur verið margskonar. Mér er líka spurn af hverju 2-5 ára börnin á leikskólunum geta þolað að fá einungis 5 vikna sumarfrí í leikskólanum en ekki grunnskólabörn? Það fær ekki staðist að mínu mati.
1.10.2007 | 10:00
170 skóladagar barna á ári
Ef það eru að meðaltali 23 virkir dagar í hverjum mánuði eru u.þ.b. 276 virkir dagar á ári. Ef börnin mín eru í skólanum 170 daga á ári skilur það eftir sig 106 virka daga á ári sem börnin mín eru ekki í skólanum. Af þessum 106 hef ég svona ca. 24 daga í sumarleyfi sem við getum verið saman og pabbi þeirra annað eins. Það eru þá 48 dagar sem við getum verið með börnunum okkar en þá erum við aldrei öll saman í fríi. Látum það eiga sig í bili. Eftir standa enn 58 dagar sem enn er óráðstafað fyrir börnin og ef við reiknum aftur með því að það séu ca. 23 virkir dagar í mánuði eru það u.þ.b. 2 og hálfur mánuður sem er óráðstafað af tíma barnanna. Þó dætur mínar séu sjálfstæðar og duglegar og una sér ágætlega saman er þetta ástand langt frá því að vera ákjósanlegt fyrir börnin. Og alveg örugglega ekki fyrir foreldrana, en látum það líka eiga sig í bili.
Einhverja daga á sumrin geta þær verið á námskeiðum en oftast eru þau námskeið annaðhvort fyrir hádegi eða eftir hádegi og foreldrar jafnvel ekki nálægt til að fara með eða taka á móti börnunum. Álagið sem þessu fylgir fyrir foreldra með tilheyrandi stressi, reddingum og samviskubiti bitnar ekki síst á börnunum og hefur auk þess mjög keðjuverkandi áhrif út í samfélagið.
Kennarar vinna flestir hverjir frábært starf og eiga allt gott skilið. Þeir eru margir ósáttir með kjör sín og get ég út af fyrir sig skilið þá. Foreldrar eru margir hverjir ósáttir með það ástand sem ég lýsti hér á undan.
Ég leyfi mér að halda því fram að gjá hafi myndast á milli kennara og stjórnvalda annarsvegar og foreldra hins vegar. Það er vont fyrir börnin okkar að kennarar séu ósáttir með kjör sín og að foreldrar þeirra nái ekki að ráðstafa skipulagi fjölskyldunnar þannig að það gangi upp og allir sæmilega sáttir og öruggir.
Ef á að nást sæmileg sátt um þessi mál verða kennarar og stjórnvöld að semja um vinnutíma og kjör kennara þannig að einhver heilsteypt lausn finnist á málinu fjölskyldum landsins til heilla.
Tveir grunnskólar með færri skóladaga en 170 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.9.2007 | 16:00
Vonbrigði á vonbrigði ofan
Dómar í kynferðisbrotamálum á Íslandi eru fáránlegir. Ég leyfi mér að fullyrða að dómar í þessum málaflokki séu langt frá réttarvitund almennings og þannig bregst Hæstiréttur Íslands íbúum landsins. Mér líður a.m.k. þannig að ég treysti Hæstarétti ekki til þess að framfylgja því sem mér finnst vera réttlæti.
Þegar starfsmenn réttarvörslukerfissins eru spurðir út í þessa dóma kemur löng romsa um það að þetta séu erfið mál að meðhöndla og alltaf sé bara orð á móti orði og ástand fólks oft slæmt og svo er líka verið að horfa til dómahefðar. Það þýðir að ekki er hægt að dæma mann í dag í lengra fangelsi fyrir sambærilegt brot heldur en annar maður hefur áður verið dæmdur fyrir.
Þegar mönnum tók að misbjóða ástandið í fíkniefnaheiminum virtist vera hægt að kollvarpa dómahefðinni og á einum degi (nánast) og voru dómar þyngdir verulega í þeim málaflokki. Ég spyr því: hvers vegna er ekki hægt að gera það í þessum málaflokki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 10:32