Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.12.2008 | 11:55
"landið allt haldast í byggð" ???
Það finnst mér merkilegt ef formaður LÍÚ ætlar að halda því fram að landið allt við núverandi ástand sé í byggð!!
Það er frekar hæpið að halda því fram að núverandi fyrirkomulag fiskveiða við Ísland sé til þess fallið að halda landinu öllu í byggð. Þvert á móti hefur kvótakerfið gert það að verkum að víða hefur verið fólksfækkun, störfum hefur fækkað og heilu byggðarlögin að leggjast af.
Það er langur vegur frá því að sátt sé um kvótakerfið. Þegar útvegsmenn leggjast gegn ESB aðildarviðræðum tala þeir fyrir daufum eyrum þar sem þeir hafa ekki haft sérstakan skilning á rökum þeirra sem eru ósáttir við kvótakerfið.
Af því að ég er ekki sérfræðingur í sjávarútvegsmálum kann ég ekki að koma með tillögur að betra kerfi en kvótakerfinu. Þær tillögur ættu að koma frá útvegsmönnum sjálfum, þeim sem hafa þekkinguna og reynsluna. Þær ættu að koma frá útvegsmönnum sem vilja og geta verið gagnrýnir og sanngjarnir og vilja sætta sjónarmið.
Rök útgerðarmanna gegn aðildarviðræðum við ESB þ.e. að störf tapist og hagnaðurinn fari úr landi er ansi keimlíkur rökum þeirra sem vilja breyta kvótakerfinu þannig að þau verði bundin við byggðarlögin.
Mér sýnist þannig að sömu rökin sem útgerðarmenn hafa ekki haft skilning á hingað til séu þau sem þeir ætla að nota gegn aðildarviðræðum við ESB.
Kostnaður við ESB-aðild aldrei kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2008 | 14:55
Björgunarskipinu Ingibjörgu stolið í morgun
Þetta fann ég á heimasíðunni www.hornafjordur.is í morgun......
Björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði, Ingibjörgu, var stolið í morgun.
Skipið lagði úr höfn um klukkan 7:00 og var stefnan tekin austur með landi. Um þremur tímum síðar uppgötvaðist að skipið var ekki á sínum stað. Því var hins vegar siglt aftur til hafnar um klukkan 11:00 og kom þá í ljós að það hafði verið tekið ófrjálsri hendi.
Um borð var einstaklingur sem er að öllum líkindum búinn að dvelja þar frá því á þriðjudag. Í dagbók hans, sem fannst í skipinu, er að finna nákvæmar lýsingar á öllum hans athöfnum þennan tíma, m.a. lýsingar á því hvernig hann braust inn í það og hvernig hann las sér til um virkni þess í bókum sem eru um borð.
Með þessar upplýsingar í farteskinu náði viðkomandi einstaklingur að sigla skipinu út innsiglinguna í Hornafirði sem þykir erfið. Hann náði þó ekki að kveikja á stýri skipsins og fór inn og út innsiglinguna á vélunum einum saman. Þegar hann hafði siglt um 20 mílur fékk skipið á sig brot og varð maðurinn þá hræddur og snéri við og var kominn inn í höfnina um klukkan 11:00 eins og fyrr segir. Því má bæta við að innsiglingin til Hafnar var lokuð í morgun þar sem ölduhæð var um 5 m.
"Sjómaðurinn" er nú í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Höfn.
Smávægilegar skemmdir eru framan á skipinu en það er sjófært.
18.12.2008 | 09:37
Furðuleg umræða
Það er merkileg undirskriftasöfnunin sem hefur átt sér stað í Hafnarfirði undanfarna mánuði. Þar skorar fólk á bæjaryfirvöld að leyfa bæjarbúum að kjósa um það að fyrirtæki eitt í bænum skuli stækka.
Ég velti því fyrir mér hvort að ég ætti ekki bara, ef mér finndist Fjarðarkaup bara ekki nógu stór búð sem skilaði ekki nógu miklum tekjum inn í sveitarfélagið, að byrja að safna undirskriftum um það að Fjarðarkaup ætti að stækka amk um helming. Ég myndi svo ná tilskildum árangri með undirskriftarsöfnuninni skv. reglum um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar þannig að bæjarstjórinn myndi láta kjósa um málið í almennri atkvæðagreiðslu sem myndi kosta bæjarbúaa svona c.a. 30 milljónir. Og ef bæjarbúar kæmust að þeirri niðurstöðu í atkvæðagreiðslunni að þessi verslun væri bara helmingi of lítil þá myndi herra bæjarstjóri skipa Fjarðarkaupsfjölskyldunni að nú yrðu þeir að gjöra svo vel og stækka búðina um helming því bæjarbúar væru búnir að kjósa um það og þannig skuli það vera!
Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur, Landsvirkjun getur ekki fengið fjármagn til að fara í þær virkjanir sem þarf til að skaffa orku í stækkað álver og Rio Tinto er að draga saman seglin.
Straumsvík hefur hvorki orku né rekstrarlegar forsendur til að fara í stækkun álversins og því er málið sjálfdautt.
Sól í Straumi íhugar framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 16:18
Jólalag Baggalúts
4.12.2008 | 13:40
skoðanakönnun strax á fylgi flokks Davíðs
Þetta ætlar að verða sársaukafullur dauðdagi merkilegs stjórnmálamanns og í raun öllum fyrir bestu að þessu linni sem fyrst.
Getur ekki eitthvað rannsóknarfyrirtækið tekið það að sér að kanna áhuga landsmanna á framboði Davíðs og því fylgi sem maðurinn hefur, það gæti skilað okkur uppúr þessari skotgröf strax og óþarfi að eyða landsfundi Sjálfstæðisflokksins í að pískra það mál fram og til baka.
Það ríkir stjórnmálakreppa í Íslandi í dag og framvinda mála núna allt of lengi búin að snúast um persónu Davíðs. Hann hefur orðið fyrir ómaklegum árásum á margann hátt. Davíð kallar þær yfir sig sjálfur með orðbragði sínu, þess vegna er ekki hægt að hafa samúð með honum.
Trúverðugleiki Íslands bæði innávið og útávið veltur að hluta til á að Seðlabankastjórnin víki, það er alveg klárt. Það er ekki það eina sem þarf að gera. Yfirstjórnir bankana þurfa að víkja, bankaráðin eru að mörgu leyti djók og stjórnendur fjármálaeftirlitsins líka. Málefnavinna, landsfundir, prófkjör og kosningar munu sjá um að hreinsa til í pólitíkinni þegar að því kemur.
Hér þurfa að breytast vinnubrögð, það er alfa og omega í þessu öllu. Ég verð ekki sátt fyrr en ég heyri raunverulegan afdráttarlausan tón sem ég trúi á í þá átt að hér verði gegnsæ, heiðarleg og skynsöm vinnubrögð allstaðar í öllu stjórnkerfi landsins.
Miserfitt að hætta í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2008 | 13:13
öfundsýkin brýst út
Svona er Dananum rétt lýst. Öfundsýki og afskiptasemi. Þeir eiga meira að segja til orð/hugtak yfir þetta sem er janteloven.
Það er kannski heilmikið til í því sem maðurinn segir, líklega myndum við hugsa eins ef Færeyingar hefðu lagt undir sig þjóðargersemar Íslands.... sem eru......hmmmm..... Hagkaup og Morgunblaðið..... Flugleiðir..... ow well... Segjum sem svo að þeir hefðu keypt það og gert sig breiða hér í 2-3 ár, farið svo á hausinn með allt saman og að lokum kæmu Færeyingarnir hingað í stórum stíl og tækju frá okkur vinnuna eða settust hér að á atvinnuleysisbótum....
Við yrðum ekkert hoppandi glöð með þetta held ég EN svona málflutningur er ekki Dönum til framdráttar.
Ég var annars að koma frá Köben, falleg borg, alltaf gaman að koma þangað. Það var skrítið að upplifa samúðina hjá afgreiðslufólkinu sem ég upplýsti um þjóðerni mitt.... (út af Tax Free!)
Það var langt innslag í fréttatíma DR 1 á laugardagskvöldið um mótmælin á Íslandi og gert mikið úr því hvað þjóðin væri ósátt við stjórnvöld sem sætu sem fastast og aðhefðust ekkert. Þetta finnst þeim merkilegt og það er það líka.
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2008 | 15:09
Er Ingibjörg gengin í Sjálfstæðisflokkinn?
Ég velti því fyrir mér af hverju Ingibjörg er hætt að ganga í takt við flokkinn sem hún veitir formennsku. Tveir af ráðherrum Samfylkingarinnar og allnokkrir þingmenn hafa líst því yfir að þeir telji að ganga þurfi til kosninga fljótlega. Yfirlýsing Ingibjargar um það að ekki komi til greina að ganga til kosninga því setja þurfi fólkið í landinu ofar flokkshagsmunum er óvenju afdráttarlaus, sérstaklega í ljósi yfirlýsinga trúnaðarmanna hennar undanfarið. Með því að tala svona þvert á ráðherra sína og þingmenn er hún að gera þá að ómerkingum. Hún er að opinbera það hversu ósamstíga menn eru í Samfylkingunni.
Það sem ég hefði átt von á að hún gerði væri að draga úr kosningatali eins og staðan er en opna á að það gæti komið til greina síðar á næsta ári sérstaklega í ljósi þess að mönnum virðist vera alvara með því að skilgreina samningsmarkmið Íslands gagnvart Evrópusambandinu og hefja aðildarviðræður á næstunni. Til þess að þjóðin geti tekið afstöðu um aðildarsamning Íslands að ESB þarf að breyta stjórnarskrá og til þess að hægt sé að breyta stjórnarskránni þarf kosningar. Á bak við þetta hefði hún getað skýlt sér og hlíft flokknum og trúnaðarmönnum við hinni opinberu niðurlægingu sem blasti við í vikulokin.
Ingibjörg treystir því greinilega ekki lengur að eiga örugga aðild að ríkisstjórn ef samstarfinu yrði slitið nú og efnt yrði til kosninga því Samfylkingin er orðin samsek í þeim ósköpum sem gengið hafa yfir undanfarnar vikur. Seinagangur, hagsmunagæsla, ráðaleysi og yfirklór eru orðin sem mér koma í huga varðandi björgunarleiðangurinn sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Út úr því kemst Samfylkingin ekki, sama hvað hún reynir að hvítþvo sig.
Það blasir við að Ingibjörg hafi samið við Sjálfstæðisflokkinn um að setja allt púður í ESB og láta Seðlabankamálið kólna í bili.
Ég viðurkenni það alveg að ég var að vonast til þess að Ingibjörg myndi sjá um að taka Seðlabankastjórnina niður, til þess að Ísland gæti átt einhvern séns í að hefja hér uppbyggingu fjármálakerfisins og reisa við trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Það virðist ekki ætla að verða því flokkurinn sem ég er í ætlar greinilega ekki að gera það heldur.
Annars langar mig að enda á því að lýsa ánægju minni með Silfur Egils þáttinn í dag, mér taldist til að þar hafi ekki verið einn einasti stjórnmálamaður og er það vel.
Ég dáist að vini mínum Vilhjálmi Bjarnasyni sem með þrautsegju, þekkingu, dugnaði og af heiðarleika bendir æ ofan í æ á þann subbuskap sem viðgengist hefur í fjármálakerfi Íslands undanfarin ár. Það var líka gaman að heyra í Þorvaldi Gylfasyni sem og bankastrákunum sem voru í þættinum. Menn sem tala af þekkingu, reynslu, menntun og af yfivegun um stöðu og lausnir þeirra alvarlegu vandamála sem Ísland stendur frammi fyrir. Silfrið var frábært í dag og ég vona að ráðamenn þjóðarinnar horfi á þáttinn og ekki bara hlusti heldur heyri það sem þar var sagt!
19.11.2008 | 15:28
Þetta getur ekki beðið lengur
Seðlabankastjóri verður ekki skilinn öðruvísi en svo að "ástandið" sé öllum öðrum að kenna en Seðlabankanum..... Fyrst nefnir hann ríkisstjórnina svo fjármálaeftirlitið og svo bankana sjálfa. Ég veit ekki hvort Davíð veit það ekki en Fjármálaeftirlitið er stofnun sem heyrir undir Seðlabankann...
Sagt er að Seðlabankastjóri hafi margsinnis varað við yfirskuldsetningu bankanna en enginn hlustað. Síðan hvenær er Davíð þekktur fyrir það að láta ekki hlusta á sig?? Vandinn er bara sá að hann átti sjálfur að taka á þessu en vill ekki axla ábyrgðina. Vextir, bindiskylda og lausafjárreglur eru þau verkfæri sem til eru í Seðlabankanum en voru ekki nýtt. Davíð stóð í vegi fyrir því að leitað yrði til IMF, hann ætlaði ekki að borga skuldir óreiðumanna og ICESAVE deilan fór í hart, nú vill hann ekki inn í ESB og ætlar ekki að gefa sig með það og hefur nú hafið vörnina.
Ég er ein af þeim sem dáðist að Davíð á sínum tíma og var í klappliðinu þegar hann kvaddi formannsstól Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins árið 2005. Mér fannst hann kraftmikill, hugrakkur og skemmtilegur stjórnmálamaður þó ég væri fjarri því alltaf sammála honum.
Núna sést það vel hversu pólitískar stöðuveitingar veikja allt innviði stjórnkerfisins og trúverðugleika stjórnvalda gagnvart almenningi í landinu en ekki síður er það áhyggjuefni gagnvart trúverðugleika Íslands í alþjóðasamfélaginu.
Ég hef rætt það núna í mánuð við ýmsa kunningja mína í pólitík eftir að ég heyrði Jón Daníelsson ræða það á fyrirlestri hér í Háskólanum að eitt af lykilatriðunum í lausn okkar kerfislægu vandamála væri að sameina Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Þetta tel ég vera lið í því að styrkja eftirlitskerfi fjármála á Íslandi auk þess sem slík aðgerð býður upp á að styrkja trúverðugleika þess, en einungis ef fagfólk verður sett í allar stöður við sama tilefni. Mér er það því mikið ánægjuefni að sjá að þetta mál er komið á dagskrá.
Það sem veldur mér hins vegar vonbrigðum er að mér sýnist forsætisráðherra ætla að taka höggi seðlabankastjóra og bara bjóða honum hinn vangann. Ég er farin að efast um það hver raunverulega ræður hér ferðinni. Það blasir við að íslenska þjóðin vill inn í ESB. Ég er ekki viss um að núverandi forsætisráðherra okkar yrði trúverðugur í þeim aðildarviðræðum. Ég efast um að hann langi til þess.
Sagt er að Sjálfstæðismenn óttist klofning og eflaust eru þeir til sem óttast hann. Nú á þessum tímum sést það vel hversu mikill munur það raunverulega er á hugmyndafræði innan Sjálfstæðisflokksins annars vegar þeirra sem aðhyllast frjálshyggju og hins vegar þeirra sem aðhyllast íhaldsstefnu. Mér persónulega þætti ekkert erfitt að horfa fram á klofning í flokknum ef það þýddi það að frjálshyggjan og íhaldið yrðu sitthvor hugmyndafræðin í sitthvorum flokknum. Á sama hátt og kommúnisminn féll endanlega fyrir 20 árum er frjálshyggjan fallin nú. Ég óttast það ekki að frjálshyggjuflokkurinn tæki fylgi af íhaldsflokknum heldur þvert á móti auka það.
Jólahreingerning er framundan.
Ákvörðun tekin fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 09:19
kvenformenn allra flokka
kannski fáum við upp þá stöðu í íslenskum stjórnmálum að Valgerður verði formaður í Framsóknarflokknum, Þorgerður formaður í Sjálfstæðisflokknum og Katrín Jakobsdóttir verði formaður í VG. Þvergirðingur núverandi formanna þessara flokka í garð ESB gæti kostað þá alla sæti sín.
Guðni einn á báti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 13:26
vont mál
Unglingapartý fór úr böndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |