Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af hverju?

Það hefði mátt vinna þessa frétt lengra.

Það alversta og vitlausasta í núverandi ástandi er að draga saman framkvæmdir.

Þetta hefur gríðarlega keðjuverkandi áhrif út í samfélagið.  Ég myndi vilja vita af hverju framkvæmdum er frestað þrátt fyrir trausta fjárhagsstöðu og miklu meiri umfjöllun um áhrif "ástandsins" á sveitarfélögin.


mbl.is Skólabyggingum frestað í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hystería

Fréttirnar af mótmælunum á Austurvelli í gær voru með ólíkindum.  Eggja- og tómatakast að Alþingishúsinu okkar.  Um daginn birtist mynd af fólki með brennandi Landsbankafána.  Hverju heldur fólk að þetta muni skila?

Vilji fólk láta taka sig alvarlega þurfa umræður að vera málefnalegar og best væri ef þær eru lausnarmiðaðar en ekki bara sækja skítadreifarann og æða með hann um víðan völl.

"Ástandinu" sem við erum komin í hefur verið líkt við móðuharðindin sem er samlíking sem er bara algerlega út úr kortinu!  Vita menn ekki að í móðuharðindum dó fólk??  Allt að 25% af þjóðinni og um 75% af búfénaði.

Hér er enginn dáinn úr "ástandinu" og það lítur ekki út fyrir að það gerist, og ég sé ekki alveg hvernig það á að geta gerst.

Án þess að ég ætli að gera lítið úr "ástandinu"  langar mig að benda á að um peninga er að ræða!  Hér er ekkert stríð, hér er engin hungursneyð, engin fuglaflensa og ekki eyðnifaraldur.  Við erum að missa peninga og viðskiptasambönd.

Íslenskt samfélag hefur verið svo galið undanfarin ár og verðmætamat landans er fullkomlega brenglað.  Börnin okkar hafa orðið útundan í lífsgæðakapphlaupinu sem og ömmur og afar og allir þeir sem ekki geta hlaupið jafn hratt og allir hinir.  Starfsfólk hefur ekki fengist í umönnunarstörf hvorki á leikskólum, frístundaheimilum né hjúkrunarheimilum.  Þeir eru ófáir sem eru orðnir úttaugaðir af stressi yfir því að eiga ekki jafn mikið og helst meira en næsti maður, líta ekki jafn vel út og vera ekki í jafn góðri eða betri stöðu en nágranninn.

Íslendingar allir tóku þátt í góðærispartýinu á meðan á því stóð og fannst gaman.  Afleidd störf, tækifæri og velmegun blasti við allsstaðar.  Sumir eru betri í því að nýta sér slík tækifæri en aðrir, sumir eru nöldrar í eðli sínu og vilja hvorki vera með né una öðrum ánægju.  Þeir bara horfa á og eru öfundsjúkir.  "I told you so" fólkið er hávært núna og enginn vill kannast við að hafa haldið að þetta partý gæti staðið að eilífu.  Samt vekur "ástandið" upp slíka reiði í samfélaginu að annað eins hefur ekki sést í áratugi. 

Einna háværust er krafan um að kjósa aftur.  Það er rúmt ár frá því kosið var og eru kosningar dýrt fyrirbæri.  Ef það á að kjósa aftur finnst fólki þá að það eigi að halda prófkjör og velja upp á nýtt fólk á lista til framboðs?  Það kostar tíma og peninga.  En hvað með stefnumálin?  Viljum við að flokkarnir  fari fram með sömu stefnumálin og síðast?  Ef ekki þá þarf að halda landsfundi allra flokka og þeir fari í naflaskoðun með stefnu sína og framtíðarsýn.  Það er ekkert gagn í því að kjósa sömu flokkana, sama fólkið og sömu stefnumálin aftur.

Við vitum ekki einu sinni hvernig þetta "ástand" fer.  Það þarf að gefa slökkviliðinu tækifæri til að vinna og klára björgunarstörfin áður en við skiptum út slökkviliðinu.

Oft var þörf en nú er nauðsyn á að fólk taki þátt í pólitísku starfi, leggist á eitt að koma með hugmyndir og lausnir.  Fólk þarf að bjóða fram krafta sína.  Halda þarf landsfundi, endurskoða stefnumál, forysta allra flokka þarf að fá endurnýjað umboð (eða víkja), halda þarf prófkjör og svo getum við kosið aftur.  Mér sýnist að ef allt gengur vel ættum við að vera tilbúin í næstu kosningar um 2011.


Svikamylla

Af hverju spyr enginn um ábyrgð þeirra sem komu þessari svikamyllu í gang?? 

Það var markvisst unnið í því hjá Kaupþingi og eflaust fleiri bönkum að selja starfsmönnum hlutabréf í bankanum.  Manni virðist að gert hafi verið út á það að selja starfsmönnum bankans hlutabréf, sérstaklega lykilstarfsmönnun og þeim nýráðnu í lykilstöður sem þótti upphefð í þeirri ábyrgð sem þeim var sýnd með ráðningunni.  Tilboðið gæti hafa hljóðað eitthvað á þessa leið:  þú kaupir hluti í bankanum, við lánum þér fyrir öllu saman, þú getur valið hvort þú hefur þetta á þinni kennitölu eða stofnað einkahlutafélag utan um þetta en það verður passað uppá að þú munir ekki tapa á þessu.....

Eigiðfjárhlutfall bankans var svona keyrt upp, skuldirnar á kennitölum starfsmannanna og bankinn í góðum málum með gott lánshæfismat.

Ég er nú svosem enginn hagfræðisnillingur en þetta sýnist manni hafa verið stundað árum saman og búið til grunninn sem bankarnir gátu skuldsett sig svona gífurlega útá.

Ekki ætla ég að halda því fram að ábyrgð stjórnarinnar, sem tók ákvörðun í september um niðurfellingu persónulegu ábyrgðanna, sé engin, en það þarf að fara aftur í tímann og spyrja þá sem ráku svikamylluna árum saman.

Það má vel vera rétt að stjórn Kaupþings hafi ekki átt neinna annarra kosta völ í september en að aftengja persónulegu ábyrgðir starfsmannanna því annars hefði bankinn farið beinustu leið í þrot.  En þá spyr ég, hvað með þá sem komu stjórninni í þessar afarstöðu??  Var það kannski sama stjórnin?  Nú þá er augljóst að stjórnin segir af sér og málið skoðað af þar tilbærum yfirvöldum.  Það þarf einhver að axla ábyrgð á þessu máli.


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"lánaðu mér róurnar ég ætla að ára"

joaroar.jpg

Það er fallegt í Kjósinni!


Síðasti naglinn

Þegar jafn hæfir stjórnmálamenn og Árni Sigfússon og samflokksmaður talar með þessum hætti er ljóst að lengra kemst Björn Bjarnason ekki.

Einu sinni kom Björn og hélt erindi í kúrsi sem ég var í og hét málstofa um fjölmiðla.  Hann er augljóslega frábærlega klár maður, víðlesinn og hörkuduglegur.

Nú þarf Björn að þekkja sinn vitnunartíma og láta af stöfum í þágu þjóðarinnar.  Ég hef áður skrifað um þá stöðu sem mér finnst málaflokkurinn sem hann stýrir vera kominn í.  Við þurfum nýjan foringja dómsmála á Íslandi.

 


mbl.is Jóhann er toppmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bara einu sinni.....

.... ætla ég að taka þátt í svona leik.

Venjulega fúnkera ég þannig að það sem öllum finnst sniðugt finnst mér yfirleitt þreytandi eða óspennandi.  Ég er bara svona skrítin....

Fjörgur störf sem ég hef unnið um ævina:

1. Barþjónn á Borginni í mörg ár með skóla.

2. Innheimtufulltrúi Reykjavíkurborgar í Ráðhúsinu í Rvk.

3. Bókhald á hverfisskrifstofu hjá Kaupmannahafnarborg. (Localcenter Ryvang)

4. Verkefnisstjóri rannsóknar á íbúalýðræði við Háskóla Íslands.

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina:

1. Garðabær

2. Hafnarfjörður

3. 101 Reykjavík

4. Kaupmannahöfn

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

ég held ekki upp á bíómyndir, get ekki gert upp á milli....

Fjórir sjónvarpsþættir í uppáhaldi:

1. Boston Legal og West Wing (stjórnmálafræði hvað ...... hmmm)

2. Danskir sjónvarpsþættir in general

3. CSI

4. Grey's Anatomy

Fjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

Mér dytti ekki í hug að lesa neina bók oftar en einu sinni!!

been there done that, lets do something new please!!

Matur sem er í upáhaldi:

1. Villibráð, rjúpa, gæs og hreindýr

2. Humar

3. Indverskur matur

4. mmmmmmmmm

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður)

1. Eyjan.is  2. Mbl.is  3. visir.is  4. facebook.com

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

1. Prag  2. Florens 3. Ischgl 4. Weesen

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

Ég myndi ekki vilja vera neinsstaðar annarstaðar en ég er akkúrat núna!

Nema kannski í Þórsmörk en þangað ætla ég bráðum!!

Ætla ekki að klukka neinn.

 


BA ritgerð skilað

Þá er ritgerðinni lokið og ég búin að ljúka námi mínu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.  Útskriftin er 25. október nk. og mun ég útskrifast með fyrstu einkunn. Ég get ekki annað en verið dálítið montin af sjálfri mér enda gerði ég mitt besta og meira getur maður víst ekki beðið um.

Ritgerðin heitir: Beint lýðræði á Íslandi?  Almennar atkvæðagreiðslur. 

Ég er mjög ánægð með útkomu ritgerðarinnar, ég er búin að ganga með hana í maganum núna í tæpt ár og held ég að mér hafi tekist að gera viðfangsefninu góð skil. 

Nú tekur við að vinna BARA frá 9-5 á daginn og ég má ráða því sjálf hvað ég geri á kvöldin og um helgar. Það verður frekar ánægjuleg tilbreyting og hlakka ég mikið til að geta sinnt heimilinu mínu og börnunum og svo ég tala nú ekki um að ég er ekki að fara í próf fyrir jólin!!!

Ég get bakað og skreytt og dundað mér og kannski skrifa ég meira að segja jólakort, ef ég verð í stuðiCool

Samt hef ég nú lúmskan grun um að ég verði komin í nám aftur fljótlega og er mjög spennt fyrir MPA náminu hér við skólann.


hæfileikar - möguleikar

hæfileikar fólks liggja víst ekki á öllum sviðum og því betri sem maður er í því að átta sig á því hverju maður er góður í og hverju ekki getur maður sparað sér bæði tíma og gremju.

Það er reyndar svolítið fyndið ef maður pælir í því að fólk er misduglegt við að átta sig á og viðurkenna það á hvaða sviðum það hefur enga hæfileika.  Þá grípa margir til þess ráðs að þykjast ekki hafa áhuga á hlutunum, finnast þeir leiðinlegir eða asnalegir eða þaðan af verra.  Í stað þess að viðurkenna ósigur sinn og hæfileikaleysi finnur maður viðkomandi hlutum allt til foráttu. 

Eitt af því sem ég er ótrúlega léleg í er að rækta plöntur.  Það er ekkert lifandi í mínu húsi fyrir utan mannverurnar sem búa hér og hundinn.  Maðurinn minn passar tíkina, annars væri hún líklega dauð .....líka........eins og öll blómin sem ég hef reynt að ræktaBlush

Ég er nefninlega ekkert á því að gefast upp á ræktuninni þó ég sé skelfilega léleg í þessu enda er gert mikið grín að mér á heimilinu mínu og víðar.  Ég er eiginlega meira að segja alveg að verða frekar móðguð út í eiginmann minn fyrir að skellihlæja að hverri dauðri plöntunni á fætur annarri því mér finnst að hann geti nú alveg stundum reynt að hjálpa aðeins tilAngry

Í sumar setti ég fræ úti í garð, hélt að það væri nokkuð solid.....  þarf ekkert að vökva og svona, hélt ég.....   samt vökvaði ég þegar það kom þurrkatímabil!!!   Núna er fullt af radísulaufblöðum uppúr beðunum, nokkrir graslaukar á stangli og nokkur myntulaufblöð. 

Þetta er búið að vera þarna í 3 mánuði og graslaukstráin duga ekki sem skraut í eitt salat!  Og radísurnar..... eða ekki radísurnar..... því þetta eru bara laufblöð upp úr moldinni og ofan í moldinni eru bara rætur en engar radísurFrown

Myntulaufblöðin eru hins vegar frekar flott og sýnist mér að afrakstur sumarsins dugi í skraut á eitt salat og í einn MojitoWhistling


Ný færsla

Til að losna við fúlu færsluna sem var hér á undan ætla ég að setja aðra skemmtilegri í staðinSmile

Ekki það að ég hafi neitt merkilegt að segja þar sem ég sit alla daga allann daginn við það að skrifa BA ritgerð um beint lýðræði á Íslandi og almennar atkvæðagreiðslur.  Búið er að finna enskan titil á ritgerðina sem mun vera: Direct democracy in Iceland and local referendums.  Þetta finnst mér ótrúlega virðulegt.Whistling

Þrátt fyrir tilraunir einhverra til þess að vorkenna mér yfir ritgerðarskrifunum hef ég lýst því glaðlega yfir að mér sé engin vorkun.  Ég hef fínustu skrifstofu í Háskóla Íslands með öllum þeim þægindum sem til þarf, leiðbeinandinn er yfirmaðurinn minn og svarar mér fúslega þegar ég þarf á að halda auk þess sem bókasafnið hans kemur að góðum notum.

Ég fann mér auk þess ritgerðarefni sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt og sit stundum hlæjandi yfir tölvunni, svo bjánalega lít ég út, að eiginmaðurinn hefur hótað að senda mig á kleppInLove


Lýsi frati á íslenskt réttarkerfi

Ég ætla bara að hafa hér stór orð um það hvað mér misbýður íslenskt réttarkerfi.  Réttarvitund minni er stórlega misboðið þegar kemur að meðferð kynferðisbrotamála hér á landi.  Þegar tekin var ákvörðun, að því er virðist, með einu pennastriki að þyngja dóma í fíkniefnamálum sagði enginn neitt.  Vilji er allt sem þarf!  Skilaboðin sem mæður og dætur þessa samfélags fá frá réttarkerfinu er sorgleg. 

Ekki er svosem hægt að halda því fram að ákæruvaldið sé mjög árangursríkt apparat heldur.

Þeir kunningjar mínir sem starfa og hafa starfað lengi hjá lögreglunni segja mér að megnið af yfirstjórn lögreglunnar sé handónýt.

Lögreglustöðinni í Hafnarfirði hefur verið lokað og að ég held á ýmsum fleiri stöðum líka.  Miðstýring er málið hjá núverandi yfirvöldum en slíku fyrirkomulagi hefur verið líkt við ástandið í Þýskalandi á dögum Gestapo.  Lögreglumönnum pr. íbúa hefur fækkað og ástandið í miðbænum á nóttunni um helgar minnir helst á Kosovo(án þess að ég hafi komið þangað).

Ætli það sé ekki kominn tími til að dómsmálaráðherra fari að gera eitthvað annað og annar aðili fundinn til að stýra þessum málaflokki.  Sá tími getur ekki komið of fljótt að mínu mati.


mbl.is Kærum fjölgar, dómum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband